Vísitölubindið launin

Punktar

Í kjarasamningum stéttarfélaga nægir ekki að ákveða lágmarkslaun. Vísitölubinda þarf 300.000 krónurnar. Annars hafa íslenzk fáokunarfyrirtæki bara samráð um að hækka verð á vöru og þjónustu. Og kenna kjarasamningunum um, að gömlum sið. Við höfum oft farið gegnum þetta á undanförnum áratugum. Stéttarfélög eru ævinlega gerð að blóraböggli. Það er að vísu erfiðara núna en áður var, því að til sögu hafa komið vefmiðlar einstaklinga. Þeir láta hefðbundna fjölmiðla ekki komast óáreitta upp með að dreifa ranghugmyndum frá samtökum atvinnurekenda, samtökum kvótagreifa og Alþýðusambandinu. Tímarnir eru nýir og vísitölubinding er málið.