Viðbrögð atvinnurekenda við ákaflega kurteisum kröfum stéttarfélaga hafa skorið í augun. Menn heimta ekki einu sinni lífvænleg 500.000 króna mánaðarlaun, bara 300.000 króna sultarlaun. Bófarnir nenna varla að ræða málin viku eftir viku. Hóta verðhækkunum, uppsögnum, virkjunum. Studdir bókstafstrúarmönnum úreltrar hagfræði í Seðlabankanum og greiningadeildum bankstera. Þegar svona er komið, þarf að setja nýja kröfu á oddinn. Laun almennings verði vísitölubundin. Þegar útgjöld fólks eru ekki lengur föst krónutala, þurfa launin að hreyfast í sömu verðmætum og útgjöldin. Skrifið ekki undir samninga án vísitölubindingar launa.