Vissu ekkert

Punktar

H.D.S. Greenway hjá Boston Globe talar yfirleitt skýrt. Í nýjustu greininni segir hann: “Engar líkur eru á, að Írak verði lýðræði að vestrænum hætti, leiðarljós annarra í heimi araba. Hugmyndin um að troða lýðræði upp á arabískt land með því að ráðast á það var fundin upp af þeim, sem annað hvort vissu ekkert um Írak eða vildu ekki vita neitt um það. Það bezta í stöðunni er málamiðlun, sem geti stöðvað villimannlegt borgarastríð í landinu.” Greenway segir um bandarísk stjórnvöld, að þau séu eins og Beaverbrook lávarður, sem hélt, að hlutir yrðu sannir á því að fullyrða þá.