Miklu fleiri vissu um tugmilljónir Sjálfstæðisflokksins en vilja viðurkenna það. Haukur Leósson, endurskoðandi flokksins, gerði athugasemdir við þær. Það þýðir, að framkvæmdastjórarnir Kjartan Gunnarsson og Arnar Óttarsson hafa vitað um þær, þótt báðir neiti. Þeir eru báðir hættir. Hitt er svo augljóst, að varla fer leynt, þegar stjórnmálaflokkur fær sextíu milljónir á tveimur stöðum. Menn hljóta að taka eftir því í flokknum og fyrirtækjunum. Reka má heilan flokk fyrir þetta fé. Ekki sízt hefur fyrirmönnum í flokknum verið minnisstætt að vera orðnir pólitískur armur Baugs og Bjögganna.