Vissu niðurstöðuna

Punktar

Komið hefur fram í dagsljósið Gregory Thielmann, sem til skamms tíma var yfirmaður í leyniþjónustu bandaríska utanríkisráðuneytisins. Hann segir, að ríkisstjórnin hafi gefið ranga og stórlega ýkta mynd af hættunni frá Írak. Hann segir, að ríkisstjórnin hafi efnislega sagt við leyniþjónustuna: “Við vitum niðurstöðuna, en ykkar hlutverk er að koma með sönnunargögnin fyrir niðurstöðunni”. Frá þessu segir í ýmsum fjölmiðlum, meðal annars hjá Julian Borger í Guardian. Það er því ekki séríslenzkt fyrirbæri í stjórnsýslu, að niðurstaðan komi fyrst og útreikningarnir á eftir.