Vísvitandi útúrsnúningar

Punktar

Íslenskt meðlæti heitir fyrirtæki, sem flytur inn frosið grænmeti, pakkar því og merkir með íslenzku fánalitunum. Slík iðja heitir á íslenzku að villa vísvitandi um fyrir neytendum. Pökkun felur ekki í sér framleiðslu, bara virðisauka. Framleiðslan sjálf er útlend. Blekkingin er vísvitandi, hvort sem grænmetið kemur frá Evrópu eða Asíu. Hvort sem íslenzkt grænmeti er fáanlegt eða ekki. Hvort sem varan er góð eða vond. Auðvelt er að átta sig á, að innflutta vöru má ekki merkja sem íslenzka framleiðslu. Vísvitandi útúrsnúningar í yfirlýsingu fyrirtækisins breyta engu um staðreyndirnar.