Fréttablaðið gerir vel í að birta aum svör frambjóðenda í prófkjörum við spurningum um mikilvæga pólitík á borð við stríðið í Írak og stækkun álvers í Straumsvík, opnun á pólitísku bókhaldi og skattfríðindi fjármagnstekna. Ekki síður gerir blaðið vel í að birta aum svör þeirra um kostnað við prófkjörið. Fólkið mærir sig í sjálfsauglýsingum eins og um landsfeður sé að ræða. En það getur ekki tjáð sig um einfalda pólitík og enn síður hefur það hugmynd um, hvað það eyðir miklum peningum. Minnihluti frambjóðendanna kemst óskaddaður frá orðum sínum í þessum fréttum.