Vita ekki sitt rjúkandi ráð

Punktar

Fundur ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu síðdegis í dag var marklaus með öllu. Ríkisstjórnin getur ekki forgangsraðað málunum, sem hún telur brýnust og getur ekki tímasett kosningar. Telur þær geta hugsanlega orðið í októberlok, ef öll súpa 75 mála hennar hafi þá verið samþykkt. Það er náttúrlega alveg út í hött. Hún ætlar að svíkja loforð um haustkosningar og hefur ekki tilbúna málaskrá. Hún veit raunar ekki sitt rjúkandi ráð og flýr inn í hroka, lygar og ósvífni. Gegn þessu duga engar þinglegar leiðir. Þjóðin verður að koma bófaflokkunum frá með látum. Mun fleiri eru þar siðblindir og einbeittir en Sigmundur Davíð einn.