Vítahringur Strætó

Punktar

Erfitt er að reka strætó í samstarfi margra sveitarfélaga, þar sem sýn manna er misjöfn á samgöngur almennings. Sumir vilja, að þær standi undir sér og aðrir vilja, að þær séu ókeypis. Sátt hefur verið um millileið í taprekstri. Þegar mönnum ógnar tapið, er leitað leiða til sparnaðar og þær koma gjarna niður á tíðustu leiðunum. Svo er raunin núna, þegar hætt verður að fara þær á tíu mínútna fresti. Strætó verður eins og veitingahús, sem ekki fær næga aðsókn, ákveður að spara í mat og þjónustu án þess að lækka verðið. Slíkt verður ævinlega vítahringur og hann er nú á fullu hjá Strætó.