Auðsöfnun mjög fárra leiðir til samþjöppunar valds. Í Bandaríkjunum eiga stærstu fyrirtækin nánast alla þingmenn. Þeir orða lög á þann hátt, að hinir ríku verða enn ríkari og þeir fátæku enn fátækari. Þetta ferli varð hraðara, þegar tilgátur Hayek og Friedman komust í tízku fyrir fjórum áratugum. Hefur líka dreift sér út frá Bandaríkjunum til annarra ríkja. Fjármálasamtök á borð við Evrópusambandið, Heimsbankann og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn hallast á sveif með nýfrjálshyggjunni og innleiða bandarísk áhrif í Evrópu og víðar. Vítahringur dauðans er um allan heim, þótt komið hafi í ljós, að hann eykur hratt bilið milli ríkra og fátækra.