Hafnarfjörður slær Reykjanes út í kostnaði við brjálaða einkavæðingu. Á báðum stöðum stjórnaði Sjálfstæðisflokkurinn, þegar eignir bæjarins voru einkavæddar. Í Hafnarfirði er það Áslandsskóli, sem FM hús byggði árið 2000 og hefur rekið síðan. Uppreiknaður framkvæmdakostnaður nam 2,2 milljörðum. Hafnarfjörður hefur þegar borgað 6 milljarða í leigu, nærri þrefaldan kostnað. Og hefur ekki einu sinni eignast húsin. Bærinn er að reyna að endursemja um þessa leigu, sem átti samkvæmt samningi að gilda í 27 ár! Dýrt spaug að hleypa Sjálfstæðisflokknum í fjármál og rekstur bæjarfélaga. Reykjanes og Hafnarfjörður eru vítin að varast.