Viðskiptablaðið hrósar skýrslu frá Centre for Policy Studies. Blaðið felur, að þetta er frjálshyggjustofnun. Var stofnuð til að dreifa áróðri fyrir minni ríkisumsvifum. Því eru það engar fréttir, að stofnunin telji lægri skatta auka velferð. Fer líka rangt með tölur, segir minna ríkisvald auka þjóðarframleiðslu. Við sjáum til dæmis, að Vestur-Evrópa hefur meiri velferð en Bandaríkin. Þar á ofan kostar álfan miklu meiri aðgerðir í umhverfismálum. Samt hækkar evran og þjóðarframleiðsla eykst hraðar í Evrópusambandinu en í Bandaríkjunum. Hærri skattar auka þjóðarframleiðslu.