Vitnin rekin heim

Punktar

Eins og á Ítalíu í gamla daga. Daginn, sem mikilvæg og hættuleg vitni eiga að mæta, er skrúfað fyrir þau. Í einu vetfangi er vitnunum sagt að fara heim. Þess í stað segist aðstoðarmaður ráðherra hafa framið glæpinn aleinn. Pólitíkusar og lögmenn anda léttar. Segjast ekki þurfa frekar vitnanna við. Játningin er látin duga eins og sunnan Rómar fyrir daga „mani pulito“. Fyrir siðferðisbyltingu hinna hreinu handa á Ítalíu. Ráðherrann slapp fyrir horn eins og tíðkaðist þar syðra fyrir árið 1992. Þá var Ítalía á því lága þriðja heims plani dómsmála og skítugt Ísland er núna. Pólitíska mafían á Íslandi lifir góðu lífi. Sér um sína.