Völdin í Kjúklingastræti

Punktar

Nató er hætt að vera vörn Atlantshafsríkja gegn Sovétinu. Kalda stríðið er búið. Rússland er að vísu aftur orðið hættulegt ríki, en Nató sinnir ekki þeim vanda. Það er orðið fulltrúi bandarískra hergagnasala og bandarísks stríðsvilja. Hernám Afganistans sýnir villigötur bandalagsins á skýran hátt. Það er hernámslið, hatað af þorra landsmanna. Það þykist gæta fólks, sem hrópar á götum úti ókvæðisorð að Danmörku. En gætir fyrst og fremst máttlítillar leppstjórnar, sem hefur lítil völd utan miðbæjarins í Kabúl. Og tæpast þar, að minnsta kosti ekki þegar á reyndi í Kjúklingastræti.