Voldugt fylgisleysi

Punktar

Vinnumiðlunin er strax farin að skandalísera í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur út á sex prósent atkvæða. Ekki er nóg að koma Framsókn niður í sex prósent fylgi. Eigi að síður heldur hún áfram að vera í meirihluta. Það er raunar stefna nýs formanns vinnumiðlunarinnar, að hún sé ákaflega samstarfshæf, hæfari en nokkur annar stjórnmálaflokkur. Við losnum því aðeins við þetta landsfræga böl, að kjósendur komi fylgi þess enn neðar. Í alþingiskosningum í vor þurfa kjósendur að koma fylgi þess niður fyrir 3% til að gera Framsókn áhrifalausa.