Kína og Bandaríkin hafa undanfarið staðið saman. Þau reyna að fá vægara orðalag um gróðurhúsaáhrif í skýrslu nokkur hundruð vísindamanna á vegum Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan “Loftslagsbreytingar 2007” kom á laugardaginn. Niðurstaða hennar er, að gróðurhúsaáhrifin stafi af mannavöldum. Það vilja stjórnir Bandaríkjanna og Kína ekki viðurkenna. Þeim tókst ekki að falsa niðurstöðuna. En í sumum liðum náðu þau orðlagi, sem fullyrðir ekki beinlínis, að grípa þurfi strax í taumana. Bandaríska þingið undirbýr nú kúvendingu á þessu sviði gegn vilja forsetans.