Viðskiptablaðið heldur fram í dag, að ríkisstjórnin sé í “aðför að fólki í sjávarútvegi”. Fjarri sanni, kvótagreifar eru ekki fólk í sjávarútvegi. Hann kemst vel af án kvótagreifa. Skip og skipstjórar og sjómenn, fiskvinnsla, verkstjórar og færibandafólk hafa ekki þörf fyrir kvótagreifa. Lífið heldur áfram sinn vanagang án kvótagreifa. Væri stjórnin í aðför að kvótagreifum, skiptir það fólk í sjávarútvegi engu máli. Hins vegar gerði ríkisstjórnin þau mistök að skipa sáttanefnd um þjóðareign á kvóta. Við þjófa gerir maður enga sátt, heldur valtar yfir þá. Mikill meirihluti þjóðarinnar vill það.