Versta jólabókin í ár er sú, sem Guðjón Friðriksson skrifaði um Ólaf Ragnar Grímsson. Eftir góðar bækur um Einar Benediktsson og fleiri er þunnt að skrifa nafn sitt undir sjálfsævisögu annars. Bókin átti að vera lofgerð um forustu forsetans í útrásinni. Við hrun hennar var bókin snarlega stytt um sextíu síður, myndir útrásarvíkinga minnkaðar, skipt um kápu. Fyrir bragðið missti bókin marks, varð að lélegri apólógíu fyrir pólitíkus, sem hefur fátt að kenna. Bókin hefði átt að fjalla um, hvernig æstur flokkspólitíkus varð á einni nóttu að útrásar-forstjóra. Og hvernig Davíð Oddsson varð antíkristur.