Vond ímynd Evrópusambands

Punktar

Enginn stofnun heimsins á við annan eins ímyndarvanda að stríða og sjálft Evrópusambandið. Almenningur trúir stjórnmálamönnum, sem kenna sambandinu ranglega um allt, sem aflaga fer. Sumt er raunar satt um sambandið. Það er gróðrarstía blýantsnagara með óvenju veikburða lýðræðishefðir. Þing þess er nánast valdalaust. Skriffinnar komast árum saman upp með ónýtt bókhald, sem endurskoðendur neita að samþykkja. Stjórnarskrá þess var auðvitað felld í kosningu á Írlandi. Og skriffinnarnir skilja ekki neitt í neinu. Þeir skilja alls ekki þörfina á, að almenningur hafi jafnan síðasta orðið.