Undanfarin misseri hefur fjölgað dæmum um misheppnuð lög frá Alþingi. Þau eru illa eða of óljóst orðuð. Lagatæknar eiga of auðvelt með að snúa upp á lögin. Með stuðningi dómara, sem fagna hverju tækifæri til orðhengilsháttar. Frumvörp til laga koma illa gerð úr ráðuneytum, líklega samin af bjánum, sem ekki fá vinnu á lagatæknistofum. Þingmenn kunna ekkert í lagatækni og geta ekki lagað frumvörpin. Svo koma frumvörpin allt of seint fram, svo að leita þarf afbrigða til að fá þau afgreidd. Og þau fást bara ekki afgreidd vegna málþófs bófaflokka á alþingi. Íslenzk lagasmíði er því vond og hún versnar.