Vond er tillaga Lilju Mósesdóttur um útflutningsskatt. Hann skattleggur enga sérstöðu. Fyrirtæki með rekstur víðar um heim hætta bara framleiðslu hér og færa sig til staða án útflutningsskatts. Öðru máli gegnir um auðlindaskatt. Hann skattleggur notkun sérstæðra auðlinda landsins. Áður voru ráðamenn í svo miklum spreng við að fá álver, að þeir sömdu af sér. Sömdu ekki um neinn auðlindaskatt. Þá voru þeir líka hallir undir kvótagreifa og afhentu þeim auðlindina alveg frítt. Ég fær alltaf nábít, þegar ég les um einhverjar tillögur Lilju. Hún er á sama plani og Sigmundur Davíð, sölumaður snákaolíu.