Geir er í vondum félagsskap. Játar að vera á vakki eftir flugi Björgólfs Thors Björgólfssonar til landsins. Vill jafnvel eyða kvöldum eða helgum í að þiggja ráð fjárglæframanns. Hrósaði sér af þessu degi áður en sást, að IceSave-braskið setti þjóðina á hausinn. Geir virðist ekki gera sér neina grein fyrir sögulegri framvindu inn í framtíðina. Gerir sér ekki grein fyrir, hvernig ummæli dagsins muni líta út á morgun. Í miðju blóðbaðinu stærir hann sig af vondum félagsskap við fjárglæframann. Sem var stærsti eigandi Landsbankans og sporðreisti fjárhag ríkissjóðs. Geir er ófarsæll.