Vönduð vinna gamla tímans

Punktar

Ég bjó í gömlu húsi við Kouter, aðaltorgið í Gent í Belgíu. Á annarri hæð ofan við veitingahús með útiborðum. Þar var líf og fjör allan daginn. Þegar ég lokaði gluggum, heyrði ég ekkert. Sjónvarp heyrðist ekki milli herbergja. Aldrei heyrði ég neitt milli hæða. Byggingatækni var betri í Gent fyrir öld en hún er á Íslandi núna. Hér heima eru ekki lengur notuð hallamál við gólf-flotun, svo að vatn rennur frá niðurföllum. Nýtt húsnæði lekur og hávaði heyrist milli hæða. Æðibunugangur gróða spilaði ekki bara með bankamenn og loftbólukarla, heldur spilaði einnig með venjulega iðnaðarmenn, alíslenzka.