Mætum ört vaxandi ferðaþjónustu af fullri reisn. Brýnast er, að þar séu öflug stéttarfélög, sem hindra, að hún verði lágtekjugrein. Til þess þarf öðruvísi fólk en aumingjana, sem nú stjórna stéttarfélögum. Þrýstingur á hækkun launa leiðir til, að atvinnugreinin hugsar meira um gæði en magn. Þurfum ekki margar milljónir túrista á hverju ári, en þurfum verðmætari ferðamenn. Alla innviði þarf að bæta. Reka Ragnheiði Elínu náttúrupassa-rugludall úr ráðuneytinu. Losna við landráðafólk orkugeirans. Bæta aðstöðu á ferðamannastöðum. Efla menntun og menningu starfsfólks, gera það að hálaunafólki. Aðeins þannig nýtist auðlindin.