Með aukinni menntun hefur stíl farið aftur í fjölmiðlum. Menn skrifa að hætti dauðra háskólaritgerða. Menntamenn nota ekki einföld sagnorð, hornsteina tungumálsins. Þeir breyta þeim í nafnorð eða lýsingarorð, í heilar setningar, sem þeir hengja á alhæfð sagnorð á borð við “gera” og “vera”. Þeir hanga í þolmynd: “Gerð var athugun á dreifingu skoðana íbúa Akraness á atriðum, sem varða afstöðu þeirra til stjórnmálaflokka”. Í stað: “Ég kannaði skoðanir Skagamanna á pólitík.”. Þeir eru hræddir, líta á textann sem fljót, sem þeir geti tiplað yfir á nafnorðum.