Ég skil ekki vegferð ríkisstjórnarinnar. Hún sækir um aðild að Evrópu, án þess að hafa fylgi. Hún reynir að ná samningum við Bretland og Holland án þess að hafa fylgi. Fyrir hvorugu málinu hefur hún meirihluta á Alþingi. Framsókn vill ekki samning um IceSave, bara málaferli. Sjálfstæðisflokkurinn mun hlaupast undan merkjum í þessu máli eins og í fyrra. Samninganefnd flokkanna hefur hvorki stuðning stjórnarandstöðunnar né hálfs þingflokks vinstri grænna. Stjórnin þarf að rífa sig úr ógöngunum með því að skipta um fólk á toppnum. Út með Jóhönnu og inn með Guðbjart sáttasemjara Hannesson.