Saksóknari krafðist aðeins tveggja ára fangelsis Baldurs Guðlaugssonar, þótt hann hefði getað heimtað sex ár. Hann lítur öðrum og mildari augum á glæp Baldurs en dómstólar líta á glæpi Lalla Jóns. Hámarkið hefði verið við hæfi. Hæstiréttur mun nota tækifærið til að stytta dóminn í hálft annað ár. Gera því Baldri kleift að sinna samfélagsþjónustu í stað þess að fara í fangelsi. Skítalykt er að öllu málinu, allt frá saksóknara yfir í dómara. Yfirstéttin virðist vera að skjóta skildi yfir ofurbrotamann. Sannfærir mig um, að lítil von sé um, að dómstólar taki sómasamlega á málum annarra bófa hrunsins.