Vont Ísland versnar

Punktar

Flest bendir til, að DV muni veslast upp eftir brotthvarf Reynis Traustasonar. Hann hefur gert blaðið að eindregnu blaði uppljóstrana og rannsókna. Meirihluti slíks efnis á íslenzku birtist þar. Það er vafalaust ástæða þess, að Reyni er bolað út. Enda veldur hún hinu mikla hatri, sem margir leggja á blaðið. Sízt vekur traust, að fremstur hatursmanna er kunnur fjárglæframaður, sem lengi hefur verið á framfæri Landsbankans. Þá verður ekki mikið annað eftir af slíku efni í fjölmiðlum, nema í Kjarnanum. Kastljósið er að vísu stundum á sama róli, en sérhæfir sig fremur í harðskeyttum viðtölum. En vont Ísland mun enn versna.