Kjósendur og pólitíkusar hafa gert Ísland að vondu ríki. Ríki kvótagreifa og annarra fjármálabófa. Að grunni til gerræðisríki undir yfirskyni lýðræðis. Að vísu hefur gerræðið verið heft vegna innfluttra reglugerða evrópskra. Eini ljósi punktur ríkisins er valdaafsalið til fjölþjóðlegra stofnana á borð við Evrópska efnahagssvæðið. Pólitíkusarnir, sem kjósendur hafa valið sér, vilja stöðva leið ríkisins inn í ljós lýðræðis og siðmenningar Evrópu. Í ljós ferðafrelsis, sammarkaðar, velferðar og mannréttinda. Kjósa heldur leið Kína og Rússlands, leið gerræðis og spillingar og fasisma Framsóknar.