Vottun eða gegnsæi

Punktar

Ísland hefur mestan launamun kynja í Vestur-Evrópu. Þess vegna harðna kröfur um gegnsæi launa. Ráðamenn fyrirtækja verjast, enda finnst þeim óþægilegt að geta ekki pukrast með laun. Þaðan kom hugmynd um að setja upp vottun í stað gegnsæis. Eins og ráðgert var um tíma, að ríkisendurskoðandi vottaði fjárreiður stjórnmálaflokka. Vottum er ágæt, en hún jafngildir ekki lýðræði. Vottun á heima í flóknum, tæknilegum atriðum, svo sem gæðavottun matvæla. Á pólitískum sviðum getur vottun hins vegar engan vegin komið í stað gegnsæis, sem er helzta forsenda lýðræðis.