Northcote Parkinson prófessor varð frægur af að reikna, hvernig starfsmönnum ráðuneytis brezkra flotamála fjölgaði með minni umsvifum. Fyrrum réðu brezk herskip heimshöfunum og þá voru 8.118 í ráðuneytinu árið 1935. Svo hrundi útgerð brezkra herskipa og starfsmenn ráðuneytisins urðu 33.788 árið 1955. Parkinson samdi úr þessu formúlu um þenslu ríkisstofnana. Á blöðruárum Geirs og Davíðs var sama þróun hér. Málaflokkar uxu úr skúffum ráðuneytis upp í að verða 70-80 manna bákn: Útlendingastofnun, umhverfisstofnun, matvælastofnun o.s.frv. Með skipulegri söfnun andverðleika er ríkið að verða að skrímsli.