Vöxtur eða festa

Punktar

EU Business hefur eftir Gerhard Schröder, kanzlara Þýzkalands, að áherzla Evrópusambandsins á festu og jafnvægi í ríkisbúskap megi ekki hindra hagvöxt í ríkjum þess. Hann segir, að halli á ríkisbúskap megi í sumum tilvikum fara yfir 3% mörkin í þágu hagvaxtar. Frakkland og Þýzkaland fóru yfir mörkin í fyrra og búizt er við, að Þýzkaland fari enn yfir þau á þessu ári og hinu næsta. Mörkin voru sett af Evrópusambandinu árið 1997 samkvæmt tillögu Þýzkalands.