Fjármálaráðherra kvartar um, að taprekstur ríkisins sé meiri en ætlað var. Bjarni Benediktsson hefur lausn. Hyggst lækka skatta á fyrirtækjum, vaskinn í ferðaþjónustu, svo og skatt á benzíni og laun. Þetta heitir vú-dú hagfræði og hefur verið vinsæl meðal umba auðsins í Bandaríkjunum. Þar hefur hún sett ríkissjóð á hvolf. Hinn snjalli sérfræðingur í vafningum og öðru braski á kostnað skattgreiðenda hyggst taka þetta upp hér á landi. Einkunnarorð vú-dú hagfræðinnar eru: Hækkum skatttekjur með því að lækka skattprósentu. Hvergi hefur reynslan orðið sú. En Ísland fylgir auðvitað engum hagfræðilögmálum.