Wall Street Journal rústað

Punktar

Rupert Murdoch ætlar að eignast Wall Street Journal. Það er eitt af beztu fréttablöðum í heimi, þótt leiðarasíðan sé slöpp. Murdoch er eins konar Atli Húnakonungur pressunnar. Þar grær hvergi gras, sem hann ríður yfir. Mér er minnisstætt, hvernig hann rústaði Times og Sunday Times í London árið 1981. Þá voru þau meðal beztu blaða í heimi. Ég þekkti ritstjórann, Harold Evans, sem hafði orðið frægur af thalidomide-málinu. Murdoch keypti líka New York Post og eyðilagði. Allir hans fjölmiðlar verða að stunda falsanir að hans skapi. Hann er illt afl og mun rústa Wall Street Journal.