Wessmann pilsfaldakapíalisti

Punktar

Einkaframtak Róberts Wessmanns á Keflavíkurvelli er hefðbundinn íslenzkur pilsfaldakapítalismi. Hann hyggst reisa þar einkasjúkrahús fyrir auðmenn á kostnað íslenzkra skattgreiðenda. Milljarður á að koma frá ríkinu. Eins og skattgreiðendur hafi ekki nóg á sinni könnu næstu árin. Fleira er svona suður með sjó. Reykjanesbær vill reisa álver. Heimtar að ríkið borgi fyrir höfnina, aldrei þessu vant. Þar eru menn iðnir við að hanga í pilsfaldinum, enda þekkja þeir lítið annað. En nú er liðinn tími hinnar ríku mömmu. Hún er skuldug upp fyrir haus og getur ekki borgað gæluverkefni gæludýranna sinna.