Þótt Geert Wilders hafi unnið á í þingkosningum Hollands, er aukningin mun minni en búizt var við. Andúðin á múslimum hefur dvínað og Wilders hefur innan við 15% atkvæða. Íhaldsflokkur forsætisráðherrans Mark Rutte tapaði fylgi, en er samt langstærsti þingflokkurinn. Snarpar deilur Rutte og Erdoğan Tyrkjasoldáns hafa aukið fylgi Rutte síðustu vikuna. Sú virðist vera staðan víðast í Vestur-Evrópu um þessar mundir. Múslimahatarar treysta stöðuna í pólitíska mynztrinu, en ná ekki fylgi til að komast til beinna áhrifa. Le Pen til dæmis getur fengið flest atkvæði í fyrstu umferð í Frakklandi, en tapar svo í seinni umferð forsetakosninganna.