Wolfowitz tjáir sig enn

Punktar

Maureen Dowd minnir í New York Times á, að Paul Wolfowitz, aðstoðar-stríðsmálaráðherra Bandaríkjanna hafi nýlega í viðtali við Vanity Fair sagt hina raunverulega ástæðu árásar Bandaríkjanna á Írak hafa verið að geta í kjölfar hennar flutt setulið sitt frá Sádi-Arabíu til furstadæmanna við Persaflóa án þess að það liti út fyrir að vera uppgjöf fyrir þeirri meginkröfu Osama bin Laden, að bandaríski herinn færi frá Sádi-Arabíu. Ef þessi kenning hins róttæka ráðherra er rétt, hefur bandaríski herinn drepið mörg þúsund saklausra manna af litlu og langsóttu tilefni. Wolfowitz þessi hvatti nýlega tyrkneska herinn til að bylta stjórninni í Tyrklandi til að taka þátt í stríðinu gegn Írak. Hann er talinn með hinum truflaðri í stjórn Bandaríkjanna og eru þó sumir þar næsta skrautlegir.