Til skamms tíma var veitingahúsið Elaine’s á Manhattan og er vafalaust enn. Staðurinn var frægur fyrir dónaskap starfsfólks, einkum yfirþjónsins. Fræga fólkið á Manhattan elskaði að láta sýna sér fyrirlitningu. Það flykktist á Elaine´s. Þar kom Woody Allen nánast daglega. Sennilega er filmufólkið fræga eins og Íslendingar, sem kjósa stjórnmálaflokka til að láta þá ofsækja sig. Þetta er kallað spjálfspíningarhvöt. Raunar er ég sjálfur smitaður. Fæ mér benzín í Ánanausti. Þar æpir sá gamli, að kortið mitt sé vákort og að tissue þýði vasaklútur á íslenzku. Samt skipti ég enn við Olís og Eurocard.