Ýfingar um Evrópuher

Punktar

Væntanlegur her Evrópusambandsins er þyrnir í augum Bandaríkjastjórnar, sem berst gegn honum á fundum í Atlantshafsbandalaginu þessa dagana. Bretar tala þar í báðar áttir, því að þeir þurfa að þjóna tveimur herrum, Evrópu og Bandaríkjunum. Frakkland, Þýzkaland og Belgía halda áfram að undirbúa höfuðstöðvar hersins og neita, að hann eigi að leysa Nató af hólmi eða losa Evrópu frá Bandaríkjunum. Fyrirferð málsins og hastarleg viðbrögð Bandaríkjastjórnar benda þó til, að meira liggi að baki, en komið hefur fram í fréttum. Í International Herald Tribune fjalla Thomas Fuller og Brian Knowlton um þennan dularfulla her, sem vonandi er eins hættulegur og Bandaríkjastjórn telur hann vera.