Yfir jökulfljótið

Punktar

Varlega ber að ríða vatnsmiklar jökulár. Finna þarf vað út að fyrstu eyri, taka síðan stöðuna og velja leið út á þá næstu. Varast þarf sandbleytur og pytti. Leiðin getur orðið krókótt áður en yfir er komið. Svipað er með hina hötuðu verðtryggingu. Losa þarf um hana í áföngum og gæta vel að hættum á leiðinni. Meta þarf stöðuna hverju sinni og velja síðan næsta áfanga. Ekki dugir, að forsætis segi: „Hér förum við beint yfir, það er einfalt.“ Loddari yrði aldrei gerður að forstjóra í hestaferð. En þúsundir kjósenda ímynduðu sér, að Sigmundur Davíð mundi leiða þá beint til réttlætis handan fljótsins.