Mér finnst of mikið af yfirborðskönnunum á fylgi flokkanna á landsvísu. Þær eru ódýrar, en segja lítið um horfur í einstökum kjördæmum. Ég veit, að fylgi Framsóknar er lítið á landsvísu, en það segir mér ekki, hvort Jón Sigurðsson kemst líklega eða tæplega að í Reykjavík eða Guðni Ágústsson á Suðurlandi. Ég veit, að fylgi vinstri grænna er mikið á landsvísu, en það segir mér ekki, hvort Guðfríður Lilja Grétarsdóttir kemst líklega eða tæplega að í Kraganum. Grunnfylgi og sveiflufylgi flokkanna er misjafnt eftir kjördæmum. Samt ná kannanir nánast aldrei til kjördæmanna.