Yfirfrakki verður að dagblaði

Fjölmiðlun

Morgunblaðið er hætt að vera yfirfrakki á pólitíkinni, orðið að hefðbundnu dagblaði. Segir ekki lengur ríkisstjórn og flokksleiðtogum fyrir verkum. Veitir pólitíkusum ekki lengur misjafnlega vingjarnlega leiðsögn. Kallar menn ekki lengur á beinið, hádegisverðarfund með landsföðurnum Styrmi. Fáir sinntu kallinu, flestir gerðu grín að hádegisverðarfundunum. Blaðið hafði tapað sjálfskipaðri stöðu og virðingu sinni. Lesendur höfðu ekki áhuga á valdataflinu í Hádegismóum. Þeir keyptu ekki aðgang að tilskipunum út í loftið. Nýr ritstjóri hyggst gefa út dagblað, ekki yfirfrakka á pólitík.