Yfirgaf markmið sín

Punktar

Einn þingmaður vinnur vinnuna sína. Það er Birgitta Jónsdóttir, sem situr ársfund Atlantshafsbandalagsins. Þar er þingmönnum gert að samþykkja leyndó skýrslu, sem þeir fá ekki að sjá. Birgitta hefur gert ýmsar athugasemdir við þetta og annað furðuverk, sem þar er í gangi. Hún gagnrýnir líka að leki sé talinn vera árás á aðildarríkin. Atlantshafsbandalagið yfirgaf markmið sín fyrir mörgum árum. Nú rekur það stríð í fjarlægum löndum, einkum fyrir hönd Bandaríkjanna, svo sem í Langtburtistan. Gott er, að samtök, sem hafa farið svo langt út af sporinu, sæti gagnrýni þjóðkjörinna fulltrúa aðildarríkja.