Af fréttum er ljóst, að löggan telur, að leyfi þurfi fyrir mótmælum. Og að löggan geti ákveðið, hvaða götur séu notaðar til mótmæla. Ennfremur að hún geti ákveðið, að mótmælin séu utan sjóndeildarhrings kínverskra glæpona. Af sömu fréttum er ljóst, að fjölmiðlungar, t.d. Morgunblaðsins, trúa þessu bókstaflega. “Engin leyfi hafa hinsvegar fengist fyrir mótmælunum,” segir mbl.is. Rétt er að minna á, að mótmæli eru lögleg í sjálfu sér og þurfa ekki að vera skipulögð af löggum. Hún hefur um nokkurt árabil reynt að koma því inn hjá fólki, að skipulagning mótmæla sé í hennar verkahring.