Yfirlýðskrumarinn í klemmu

Punktar

Samningamaður stjórnarandstöðu, Lárus Blöndal, og samtök vinnumarkaðar reyna þessa daga að fá stjórnarandstöðuna til að fallast á síðustu útgáfu IceSave samninganna. Benda á, að lánsfé sé allt frosið og að ekki sé hægt að fara í ýmsar framkvæmdir fyrr en það þiðni. Sjálfstæðisflokkurinn er kominn á fremsta hlunn með að fallast á það. En lýðskrumsflokkarnir tveir, Framsókn og Hreyfingin eru öllu tregari. Samt dugar samþykki Flokksins til afgreiðslu málsins. Yfirlýðskrumari landsins á Bessastöðunum mun tæpast treysta sér til að framleiða endurnýjuð vandræði gegn eindregnum meirihluta Alþingis.