Yfirmenn í Seðlabankanum reyttu hár sitt í örvæntingu. Davíð Oddsson tók hverja ákvörðunina á fætur annarri án þess að leita álits nokkurs manns í bankanum. Tilkynnti ofurlán frá Rússlandi, sem reyndist vera tilhæfulaust. Sama dag festi hann gengi krónunnar og missti við það milljarð úr bankanum. Nokkrum dögum síðar lækkaði hann vexti í 12% og hækkaði þá síðan aftur í 18%. Allt var þetta ákvörðun eins manns án aðkomu sérfræðinga bankans. Þessa daga var Davíð Oddsson kexruglaður, heimtaði að fá að vera forsætisráðherra. Yfirmenn í bankanum lýsa skelfingu sinni í skýrslu Sannleiksnefndarinnar.