Yfirstéttin sleppur

Punktar

Skattur af vinnutekjum venjulegs fólks er fjórfalt hærri en skattur af fjármagnstekjum yfirstéttarinnar. Hún borgar 10% af tekjum sínum, en almenningur rúmlega 40%. Yfirstéttin kemst upp með þetta, af því að fjármagn er hreyfanlegra en vinnuafl og getur flotið milli landa eftir hentugleikum. … Skúringakonan getur ekki flutt vinnu sína til útlanda, ef henni finnst of mikið að borga 40% skatt. Stórforstjórinn getur hins vegar flutt fjármagn sitt til útlanda, ef þar bjóðast betri skattakjör en hér á landi. Í hnattvæddum heimi nútímans er hann nokkrar sekúndur að koma fénu í betri höfn. …