Á blaðamannafundinum í dag bað Geir Haarde fólk um að taka ekki sparifé úr bönkunum þremur. Undanfarið hefur verið straumur peninga úr nýja Glitni, Landsbankanum og Kaupþingi. Af því að fólk treystir ekki. Það treystir ekki stjórnendum bankanna, treystir ekki regluverkinu og treystir ekki stjórn landsins. Geir hefur marglofað, að sparifé þessa fólks verði ekki stolið. Samt hafa peningarnir gufað út. Auðvitað stafar það af, að loforð Geirs vekja ekki traust. Ekki frekar en önnur ummæli hans á blaðamannafundum síðustu vikna. Við búum í landi, þar sem yfirstéttinni er ekki treyst.