Auðunn Arnórsson leiðarahöfundur fer með ýkjur í frétt og fyrirsögn í dag í Fréttablaðinu. Hann segir lögfræðinga telja, að þreyta þurfi stjórnarskrá landsins fyrir aðild að Evrópusambandinu. Ég hélt í sjónhendingu, að hann væri að tala um ályktun á fundi lögfræðinga. Við lestur fréttarinnar kom svo í ljós, að lögfræðingurinn er aðeins einn. Með fullri virðingu fyrir Björgu Thorarensen, þá er hún lögfræðingur, en ekki lögfræðingar. Ýkjum Auðuns er slegið upp í fyrirsögn og inngangi fréttarinnar. Ég efast um, að frétt af þessu tagi færi okkur nokkru nær sanni um væntanlegt Evrópuferli.