Þreytandi eru ýkjur stuðningsaðila Bocuse d´Or matreiðslukeppninnar. Þetta er ekki „óformleg heimsmeistarakeppni“ í eldamennsku. Enda taka heimsfrægir kokkar aldrei þátt í henni. Fyrst og fremst er keppnin auglýsing fyrir unga kokka og Paul Bocuse, mesta auglýsingamann allra kokka. Hann er óvenjulega hrifinn af sjálfum sér. Lét mála margra mannhæða málverk af sér utan á veitingahús sitt í Collonges, nálægt Lyon. Allir málsaðilar keppninnar eru samt ágætir kokkar og eiga allt gott skilið. En eitthvert hóf verður samt að hafa á upphafningu út af nánast engu. Þetta er eins og vínsmakkið, þegar hvert einasta vín fær verðlaun.